Dr. Hauschka

Dr Hauschka eru framleiddar af þýska náttúrulyfjafyrirtækinu Wala, sem hefur framleitt náttúrulyf frá árinu 1935, stofnað af efnafræðingnum dr. Rudolf Hauschka . Hann kynntist Dr Rudolf Steiner á yngri árum sínum og varð fyrir miklum áhrifum af hugmyndafræði hans . Árið 1962 leitaði hann til snyrtifræðings að nafni Elizabet Sigmund við að þróa snyrtivörur sem byggðu á sama grunni og hugmyndafræði heildrænnar hugsunar, sem framleiðsla náttúrulyfjanna gerði.
Elizabet þróaði ásamt efnafræðingum , lyfjafræðingum og náttúrulæknum einstaka snyrtivörulínu Dr Hauschka og auk þess meðferðir fyrir snyrtfræðinga , sem allt hefur algjöra sérstöðu enn í dag.
Hugmyndafræðin ásamt hreinum lífænum innihaldsefnum og sérstakri ræktun og meðhöndlun jurtanna , er það sem gerir Dr Hauschka svo sérstakar . Þar er byggt á þeirri hugsun að manneskjan sé heild og heilbrigði skapi fegurð , vellíðan stuðli að fallegu útliti og heilbrigð húð sé sama og falleg húð óháð aldri.

Sýna 1–12 af 48 niðurstöður