Um ADORA

Heil og sæl, Ég heiti Anna Dóra Sverrisdóttir og er eigandi Adora.

Ég útskrifaðist sem naglafræðingur frá Professionails árið 2002 og hef unnið við neglur frá þeim tíma. Árið 2006 hóf ég störf sem naglafræðingur í fullu starfi og í mars 2017 opnaði ég síðan Adora.   Þetta starf hentar mér mjög vel þar sem það uppfyllir margt af því sem veitir mér ánægju, svo sem að gera föndur og handavinnu og vera í samskiptum við skemmtilegt fólk. 

Markmiðið var ávallt að Adora gæti veitt sem besta þjónustu og því var ákveðið að opna netverslun í miðju samkomubanni í apríl 2020.