Lýsing
Mjög virkur naglaherðir
- Fjarlægið allt lakk af nöglunum og hreinsið þær með „buffer“-þjöl áður en herðirinn er notaður í fyrsta skipti
- Berið Express naglaherði á hreinar neglur og látið þorna í 2 mínútur
- Berið aðra umferð af Express naglaherði næstu 3 daga án þess að fjarlægja fyrri umferðir
- Á fjórða degi, takið herðinn af með naglalakkeyði. Þvoið og þurrkið hendurnar vel. Neglurnar þurfa að vera alveg þurrar áður en nýtt lag af Express naglaherði er borið á.
- Endurtakið skref 1-3 reglulega
Vegan
MIKILVÆGT! Berið Express naglaherðinn eingöngu á nöglina sjálfa. Ef efnið fer óvart á naglaböndin þarf að fjarlægja það strax með naglalakkeyði. Allar vörur geta kallað fram ofnæmisviðbrögð. Prófið vöruna fyrir notkun með því að bera Express naglaherðinn á 1-2 neglur í eina viku. Ef ofnæmisviðbrögð koma fram þá fjarlægið strax naglaherðinn og hættið notkun.
Notist ekki beint eftir að gervineglur hafa verið fjarlægðar.